Dælur frá Grundfos

Dælur

Grundfos dælur í hæsta gæðaflokki

Þú færð dælur hjá Tengi frá Grundfos sem er þekkt um allan heim fyrir framúrskarandi hönnun og fyrst flokks gæði á dælum og dælubúnaði. Ef þú þarft að dæla þá erum við með lausnina fyrir þig. Hvort sem verkefnið er stórt eða lítið þá erum við með dælur af nánast öllum stærðum og gerðum. Kannaðu á úrvalið og eða hafðu samband og fáðu ráðgjöf reyndra fagmanna hjá Tengi.

Vandaðar dælur fyrir fjölbreytt verkefni

Hringrásardælur

Alhliða álagstýrðar hringrásardælur fyrir lítil, meðalstór og stærri hringrásarkerfi. Hvort sem þú þarf dælu fyrir gólfhitakerfi, snjóbræðslukerfi, ofnakerfi eða neysluvatnshringrás þá bíður Grundfos upp á þá lausn sem hentar hverju sinni. Ártuga reynsla og þekking Grundfos tryggir gæði og endingu.

Brunndælur

Þarftu að koma vatni í burt með hraði? Veldu þá rétta dælu strax í byrjun. Áratuga reynsla Grundfos tryggir gæði og endingu. Unilift brunndælurnar frá Grundfos er bæði hægt að fasttengja eða hafa lausa í tímabundnu verkefni. Virka bæði í hreinu vatni og grávatni.

Borholudælur

Skilvirk leið til að koma vanti frá uppsprettu að inntaki. Borholudælur Grundfos eru hannaðar með langtímanotkun í huga þar sem 100% ryðfrítt stál er notað bæði í innra og ytra birgði dælunnar. Mikið úrval af dælum og mótorum með afkastagetu allt að 475 m3 á klukkustund. SP brunndælur Grundfos ráða vel við sandblandað vatn.

Þrýstiaukadælur

Er lítill þrýstingur á vatninu? Nú er leikur einn að auka þrýstinginn með þrýstiaukadælum frá Grundfos. Eykur þrýsting vatns á einkavatnsveitum eins og fyrir sumarhús og sérbýli sem og stærri vatnsveitum og byggingum. Skilar jöfnum og góðum þrýsting á alla töppunarstaði.

Skólpdælur

Grundfos bíður uppá fjölbreyttar lausnir fyrir dælingu á skólpi frá heimilum, atvinnuhúsnæðum og veitingastöðum. Verkefni geta verið misjöfn af stærð og umfangi eins og dæling frá einu klósetti í kjallara að því að vera dæling frá almenningssalernum stærri bygginga. Ártuga reynsla og þekking Grundfos tryggir gæði og endingu.

Meira um Grundfos

Ef þú vilt kynna þér Grundos dælur og búnað enn frekar umfram það sem kemur fram á okkar síðum þá getur þú heimsótt heimasíðu Grundfos.com