JAFNLAUNASTEFNA

Markmið jafnlaunastefnu Tengis er að tryggja öllum starfsmönnum jöfn tækifæri og sambærileg laun skulu greidd fyrir jafnverðmæt störf.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu Tengis og öllum launatengdum ákvörðunum sem tekur til allra starfsmanna. Fjármálastjóri hefur umsjón með jafnlaunakerfi Tengis og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85. Félagið sættir sig ekki við kynbundinn launamun og fer í öllu eftir lögum og reglum og íslenska staðlinum ÍST 85 um jafnlaunakerfi.

Ákvörðun um kjör skal byggja á kerfisbundinni nálgun og vera málefnaleg en umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af þáttum líkt og menntun, starfsreynslu, færni, ábyrgð og vinnuaðstæðum.

Tengi sér um að gerðar séu reglubundnar athuganir hvort launastefnunni sé fylgt og gerir ráðstafanir til að laga öll frávik frá málefnalegum ákvörðunum. Tengi viðhefur stöðugar umbætur á jafnlaunakerfinu en jafnlaunastefna Tengis er einnig launastefna félagsins.