Grundfos logo - Umboðsaðili á Íslandi er Tengi

Þrýstiaukadælur

Þrýstiaukadælur fyrir sumarhús upp í stærri vatnsveitur

Er lítill þrýstingur á vatninu? Nú er leikur einn að auka þrýstinginn með þrýstiaukadælum frá Grundfos. Eykur þrýsting vatns á einkavatnsveitum eins og fyrir sumarhús og sérbýli sem og stærri vatnsveitum og byggingum. Skilar jöfnum og góðum þrýsting á alla töppunarstaði.

Vatnsþrýstingur

Ef það er vandamál með vatnsþrýsting þá eru þrýstiaukadælur hentug lausn til að auka vatnsþrýsting. Hvort sem þú ert að berjast við lágan vatnsþrýsting í sumarhúsi eða sumarhúsum upp í heilu hverfin eða bæjarfélögin í stórum vatnsveitum þá er Tengi með dælur frá Grundfos til að leysa málin.