Grundfos logo - Umboðsaðili á Íslandi er Tengi

Þrýstiaukadælur

Þrýstiaukadælur fyrir sumarhús upp í stærri vatnsveitur

Þrýstiaukadælur til að leysa málin þegar lítill þrýstingur er á vatninu. Nú er leikur einn að auka þrýstinginn með lausnum frá Grundfos. Eykur þrýsting vatns á einkavatnsveitum eins og fyrir sumarhús og sérbýli sem og stærri vatnsveitum og byggingum. Skilar jöfnum og góðum þrýsting á alla töppunarstaði.

Vatnsþrýstingur

Ef það er vandamál með vatnsþrýsting þá eru sérhannaðar dælur frá Grundfos til að auka þrýsting góð og áreiðanleg lausn. Hvort sem þú ert að berjast við lágan vatnsþrýsting í sumarhúsi eða sumarhúsum upp í heilu hverfin eða bæjarfélögin í stórum vatnsveitum þá er Tengi með dælur frá Grundfos til að leysa málin.