FYRIRTÆKIÐ

Tengi ehf
Smiðjuvegur 76
200 Kópavogur
Kennitala: 681289-3059
Vsk.nr. 16738
Aðalsímanúmer: 414-1000

Verslun Akureyri
Baldursnes 6
603 Akureyri
Símanúmer Akureyri: 414-1050

ATH! Breyttur opnunartími vegna hertra sóttvarnaraðgerða

Opnunartími Tengi Kópavogi

Mánudaga – fimmtudaga 08.00 – 17.00
Föstudaga: 08.00 – 17.00
Laugardaga: 10:00 – 15:00
Sunnudaga lokað

Opnunartími Tengi Akureyri

Mánudaga – föstudaga 08.00 – 17.00
Laugardaga: 10:00 – 15:00
Sunnudaga lokað

Sagan

Fyrirtækið Tengi var stofnað í desember 1981 af hjónunum Sigurjóni G. Sigurjónssyni og Önnu Ásgeirsdóttur.
Reksturinn var fyrstu árin sem aukabúgrein, en óx svo fiskur um hrygg og það má segja að þáttaskil hafi orðið í rekstrinum þegar Tengi hóf innflutning á Mora blöndunartækjum árið 1985.

Þá fór reksturinn á fullt í þann farveg sem hann er í dag, þ.e.a.s. innflutning og sölu á hreinlætistækjum og pípulagningaefni.

Tengi er fjölskyldufyrirtæki og hefur starfsemi fyrirtækisins alltaf verið í Kópavogi. Eins og í mörgum góðum fyrirtækjum byrjaði reksturinn smátt, var fyrstu árin í bílskúrnum, en árið 1988 var tekin sú ákvörðun að flytja að Nýbýlaveg 18 þar sem fyrirtækið var í 7 ár.

Vöxturinn var alltaf upp á við á hverju ári, fleiri starfsmenn bættust við og ný vörumerki til að styrkja flóruna sem fyrir var og ekki leið á löngu þar til húsnæðið var orðið alltof lítið og tími til kominn að færa sig á ný.

Árið 1995 var keypt húseignin Smiðjuvegur 11a og þar hófst annar kafli í sögu Tengis og fyrirtækið dafnaði vel.

Eftir 10 farsæl ár var ákveðið að ráðast í að byggja nýtt og glæsilegt húsnæði að Smiðjuvegi 76 og var starfsemin flutt þangað 25. júlí 2005.
Haft var að leiðarljósi að húsið væri sýningarhús fyrir þær vörur sem Tengi er með í sölu og allar lagnir í húsinu væru sem sýnilegastar.
Sigurjón náði því miður ekki að sjá þennan draum sinn rætast, en hann féll frá í
maí 2005.

Í janúar árið 2007 var reksturinn útvíkkaður með opnun nýrrar verslunar að Baldursnesi 6 á Akureyri og hefur sá rekstur gerbreytt aðstöðu okkar á því svæði og verið mjög vaxandi.

Markmið fyrirtækisins hafa frá byrjun verið að bjóða góða og viðurkennda vöru á hagstæðu verði frá þekktum framleiðendum þar sem byggt hefur verið áralangt og traust samband.
Við stöndum 100% á bak við það sem við seljum og framúrskarandi þjónusta er eitt af gildum okkar.

Við höfum átt mjög gott samstarf með hönnuðum, arkitektum, pípulagningamönnum og öðrum fagmönnum í byggingariðnaðinum ásamt hinum almenna viðskiptavini.

Við höfum haft að leiðarljósi að fylgjast vel með því sem er að gerast í okkar grein varðandi nýjungar og reynt að tileinka okkur það að vera framarlega á því sviði.

Við lítum á Tengi sem fagfyrirtæki í samstarfi með fagmönnum.
Við reynum að koma vörum okkar á framfæri á faglegan hátt með t.d. kynningum og ráðstefnum þar sem aðilar frá framleiðendum koma fram.

Fyrirtæki er aðeins jafngott og fólkið sem vinnur í því.
Tengi hefur verið svo lánsamt að hafa á að skipa frábæru starfsfólki.
Margir þeirra hafa verið hjá Tengi í mörg ár og hafa gríðarlega reynslu og þekkingu á hreinlætistækjum og pípulagningaefnum.
Heilsteypt liðsheild er frábær kostur hvers fyrirtækis og það höfum við svo sannarlega hjá Tengi.

Tengi mun áfram leitast eftir því að vera leiðandi fyrirtæki og byggja reksturinn upp með sama hætti og verið hefur, þeir sem þekkja okkur vita fyrir hvað við stöndum og það gefur okkur mikið að margir af okkar viðskiptavinum hafa myndað langtímasamband með okkur sem byggt er upp á áreiðanleika, trausti og persónulegri þjónustu.

Virðingarfyllst,
f.h. Tengi ehf.

Þórir Sigurgeirsson
Framkvæmdastjóri