Viðskiptaskilmálar reikningsviðskipta

Reikningsviðskipti
Óski viðskiptamaður eftir því að komast í reikningsviðskipti veitir það Tengi ehf. heimild til þess að sækja upplýsingar um viðkomandi viðskiptamann hjá Creditinfo í tengslum við ákvörðunartöku um reikningsviðskipti, enda hefur Tengi ehf. lögvarða hagsmuni af notkun umræddra upplýsinga. Þær upplýsingar sem kunna að verða sóttar eru annarsvegar upplýsingar úr vanskilaskrá Creditinfo og svo hinsvegar lánshæfismat sem metur líkurnar á vanskilum tólf mánuði fram í tímann. Viðkomandi má ekki vera á vanskilaskrá hjá Creditinfo svo umsóknin fáist samþykkt. Ábyrgðarmaður þarf að vera fasteignareigandi.

Upplýsingum um útgáfu reikninga á lögaðila, fjárhæð þeirra og hvenær þeir verða greiddir, kann að verða miðlað áfram í Greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo Lánstrausts hf.

Tryggingar
Þegar um háar lánsfjárhæðir er um að ræða fer Tengi ehf. fram á tryggingar sem er metið hverju sinni. Þau tryggingarform sem notast er við eru annarsvegar sjálfskuldarábyrgð þar sem einstaklingur/einstaklingar gangast í sjálfsskuldarábyrgð vegna vöruúttektum félags í eigu þeirra. Ábyrgðarmenn þurfa að vera fasteignaeigendur og ekki á vanskilaskrá. Hinsvegar er notast við bankaábyrgð þar sem viðskiptabanki viðskiptamanns tekst á hendur ábyrgð á vöruúttektum viðkomandi viðskiptamanns til ákveðins tíma. Greiðslu þarf að inna af hendi fyrir lok gildistíma ábyrgðar.

Greiðsluskilmálar og innheimtukostnaður
Úttektarmánuður er almanaksmánuður hverju sinni. Uppsöfnuð viðskiptaskuld er með gjalddaga 5. dag næsta mánaðar og eindagi er 20. þess sama mánaðar. Sé skuld ekki greidd á eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga. Falli skuld í eindaga eru send út innheimtuviðvörun og innheimtubréf og er kostnaður vegna þessarar innheimtu skuldfærður á viðskiptareikning. Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðar varðandi innheimtugjöld. Sé innheimtuviðvörun og innheimtubréfi ekki sinnt þá er krafan send í lögfræðiinnheimtu.

Rafrænir reikningar – Mitt tengi
Hægt er að velja um ýmis form reikninga en í gegnum Mitt Tengi er hægt að skoða reikninga, stöðu pantana og fá stöðuyfirlit. Viðskiptavinir geta óskað eftir því að fá reikninginn sendan rafrænt í tölvupósti eða með skeytamiðlun. Ef ekkert af þessum leiðum er valin er hefðbundinn reikningur sendur í pósti.

Við umsókn á reikningsviðskiptum þarf að fylla út eftirfarandi umsóknarform