Speglar

Hjá Tengi eru vandaðir speglar í fallegu úrvali frá heimsþekktum framleiðendum. Hægt er að velja um fjölbreytt form og spegla með eða án lýsingar.

Speglar fyrir baðherbergi. Hringspegill frá Mora með baklýsingu.

Speglar sem fullkomna rýmið

Speglar gegna þýðingarmiklu hlutverki í baðherbergjum ekki eingöngu vegna notagildis heldur getur réttur spegill fullkomnað útlitið og upplifun á rýminu.

Speglar í úrvali

Speglar og eiginleikar

Þegar kemur að því að velja spegil er gott að fara í gegnum hvaða eiginleika við sækjumst eftir. Það getur því verið gott að átta sig á því hvaða eiginleikar eru í boði en þeir eru þessir helstir:

Má bjóða þér aðstoð?

Ráðgjafar okkar eru þér innan handar við að velja rétta spegilinn. Ef spegilinn er ekki til þá er möguleiki á að sérpanta spegil sem hentar þínu baðherbergi eða öðru rými fullkomlega.

Aðstoð við val á speglum

Með því að koma með teikningu af rýminu þar sem þú vilt setja upp spegill þá geta ráðgjafar okkar aðstoðað þig við að velja rétta spegilinn og ráðgjöf varðandi uppsetning.

Sérpantaðir speglar

Tengi býður upp á sérpantanir á speglum frá okkar birgjum. Hafðu samband og við finnum saman rétta spegilinn.

Speglar eru gjarnan stór hluti af heildarútliti baðherbergis og hafa því möguleikarnir á speglum og eiginleikum þeirra aukist mjög mikið. Mikilvægt er í dag að fá spegil sem tengist þeirri hönnun sem er verið að vinna með í hvert sinn, og þar að leiðandi höfum við reynt að vera með spegla í boði sem passa inn í allar týpur íbúða og baðherbegja til að þú finnir rétta spegilin fyrir þig. Í dag seljum við spegla frá tveimur birgjum sem eru IFÖ og Mora.

Ifö er með klassíska rétthyrnta spegilinn án ljósa. Þeir koma í fjórum mismunandi stærðum 60x90cm, 75x90cm, 90x90cm, 120x90cm.

Mora byrjaði að framleiða spegla 2022. Speglarnir koma rammalausir(Cava) og með hvítum ramma eða svörtum ál ramma(Cara og Solo). Hægt er að fá þá bæði rétthyrnta og kringlótta í öllum þremur línunum. Hérna fyrir neðan sérðu nokkra eiginleika sem speglarnir frá Mora hafa.

  • Speglarnir koma með led lýsingu 
  • Lausir við móðu með upphitaðan púða bak við gler
  • Stillanleg lýsing frá hlýri til kalda(sjá mynd) –>
  • Koparlaust gler
  • Snertirofi til að kveikja/slökkva og stilla lýsingu
Ef það eru fleirri fyrirspurnir þá endilega senda þær á tengi@tengi.is
Hérna fyrir neðan sjást þeir speglar sem við erum með í boðigeta