Mora á Íslandi Tengi umboðsaðili

á Íslandi

Grundfos leiðandi í vatnsafli um allan heim

Grundfos er leiðandi fyrirtæki í heiminum í dag þegar kemur að hönnun og framleiðslu á hverskonar dælum og dælubúnaði. Hugvitsamleg hönnun, mikil afköst, áreiðanleiki og ending er það sem fólk gengur að sem vísu við val á Grundfos. Ef það þarf að dæla þá finnur þú svarið hjá Grundfos í mjög breiðu úrvali af dælum og dælubúnaði fyrir verkefni af öllum stærðargráðum. Allt frá minni verkefnum á heimilum upp í umfangsmikil virkjunar verkefni.

Mora one eldhustaeki

Hér fyrir þig

Grundfos einbeitir sér að hönnun og framleiðslu á vatnslausnum um allan heim. Markmiðið er að vera í fremstu röð á heimsvísu hvað varðar þróun, afkastagetu, áreiðanleika og framleiðslu vistvænna lausna. Samstarfsaðilar Grundfos um allan heim og viðskiptavinir þeirra njóta lausna sem tryggja að vatnið fari þangað sem því er ætlað að fara.

Svo þú getir notið

Lausnirnar færa drykkjarvatn til smæstu þorpa upp í hæstu hæðir stórhýsa í stórborgum auk þess að tryggja frárennsli og upphitun eða kælingu allan ársins hring eftir veðurfari.

Mora one blondunartaeki fyrir handlaugar 600

Kynntu þér úrvalið af vönduð dælum frá Grundfos

Fyrir fjölbreyttar og krefjandi aðstæður

Fyrsta Grundfos dælan

Árið 1945 fékk stofnandi Grundfos Poul Due Jensen beiðni um að setja upp sjálfvirka vatnsveitu fyrir býli í nágrenninu. Þar sem hann gat ekki fengið dælu sem uppfyllti hans kröfur um gæði og áreiðanleika þá ákvað hann að hanna og smíða dælu sem hann gæti treyst í verkefnið. Árið 1946 var fyrsta dælan tilbúin og gat hún dælt vatni upp af 7 metra dýpi. 26 pumpur af Foss 1 voru seldar.

Mora one blondunartaeki fyrir handlaugar 600

Tengi hf. er stoltur umboðsaðili Grundfos á Íslandi.