Við erum afar stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu og munum nýta hana sem frekari hvatningu við að byggja upp og hlúa að okkar frábæra teymi hjá Tengi.

Á hverju ári framkvæmir VR könnun meðal fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem skara framúr eru útnefnd fyrirmyndarfyrirtæki og fimm efstu í hverjum flokki eru valin sem fyrirtæki ársins.

Ummæli VR vegna fyrirtæki ársins 2019
“Tengi hefur verið ofarlega á lista síðustu ár en er nú í topp fimm sem eitt af Fyrirtækjum ársins. Heildareinkunn fyrirtækisins er 4,55 sem er svipað og í fyrra. Hæsta einkunn Tengis er fyrir þáttinn ímynd fyrirtækis eða 4,81 sem er hæsta einkunn í þessum stærðarflokki sé litið til fyrirtækja sem tryggðu öllum starfsmönnun sínum þátttöku í könnuninni.”