Við erum afar stolt af því að vera Framúrskarandi fyrirtæki 2022. Við höfum verið svo lánsöm að vera það síðan 2015 og er þetta því áttunda árið í röð sem við hljótum þessa flottu viðurkenningu. Í Tengi starfar sterkur og samheldinn hópur starfsmanna sem leggur grunninn að þessum framúrskarandi árangri. Eins og stefna fyrirtækisins nær svo vel utan um „Pössum upp á það sem við höfum, fylgjumst með því sem er að gerast, sækjum varlega og yfirvegað fram, og treystum samheldni og hugarfar hópsins“