
á Íslandi
Renndu niður eftir síðunni til að sjá meira
VOLA hágæða blöndunartæki
VOLA stendur fyrir tímalausa fegurð
Árið 1968 framleiddi VOLA tækið sem gjörbreytti útliti og viðhorfi fólks til blöndunartækja. Komið var fram í sviðsljósið blöndunartæki sem var í fararbroddi fyrir nýja nálgun og setti ný viðmið. VOLA hefur allar götur síðan þá staðið fyrir sígilda og eftirsóknarverða hönnun.
Ný sýn Arne Jacobsen
VOLA tilheyrir heimsþekktri og sígildri hönnun frá gullaldarárum danskrar hönnunar. Fyrstu VOLA vatnskranarnir og blöndunartækin voru hönnuð 1968 af hinum heimsþekkta Arne Jacobsen.
Á löngum og farsælum ferli, hannaði Arne Jacobsen glæsilegar tímalausar byggingar auk sígildra muna sem prýða heimili og fyrirtæki um allan heim enn þann dag í dag. Margir af þessum munum eru enn í framleiðslu og eru mjög eftirsóknarverðir líkt og blöndunartækin frá VOLA sem Arne Jacobsen hannaði.