Við erum afar stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu sem við hljótum nú þriðja árið í röð og munum nýta hana sem frekari hvatningu við að byggja upp og hlúa að okkar frábæra starfsfólki.
Ummæli VR vegna fyrirtæki ársins 2021:
„Tengi hefur síðustu ár verið ofarlega á lista. Fyrirtækið hefur verið í hópi fimmtán efstu í sínum stærðarflokki sex sinnum á síðustu sjö árum og Fyrirtæki ársins nú þrjú ár í röð. Tengi fær 4,54 í heildareinkunn en meðaltalið í þessum stærðarflokki er 4,33. Hæstu einkunnir Tengis eru fyrir ímynd fyrirtækisins, 4,75 sem er umtalsvert hærra en meðaltalið í flokki meðalstórra fyrirtækja sem var 4,43. Þá er einkunn fyrir ánægju og stolt einnig há, 4,72“