Sturtuniðurföll
Hjá Tengi færðu sturtuniðurföll í miklu úrvali. Við hönnun á sturtu er mikilvægt að hafa í huga hverskonar niðurfall á að velja því valmöguleikarnir eru margir.
Algengustu niðurföllin eru nett niðurföll sem eru svipuð að stærð og niðurfallsrör og eru ýmist ferhyrnd eða hringlaga með rist sem mögulegt er að fá úr plasti eða ryðfríu stáli.
Rennuniðurföll
Margir velja rennuniðurföll fyrir sturtur þar sem gólf er þá látið halla í eina átt og renna nær þvert yfir breydd á sturtuklefa með ýmist rist yfir eða loki á niðurfallið sem er þá gjarnan flísalagt í samræmi við gólfið og fellur því vel inn í heildarmyndina.
Niðurföll í horn
Ein af þeim lausnum sem eru í boði er að velja niðurfall sem sett er í horn á sturtuklefa. Þetta er útfærsla á gólfrennum og gólfið þá látið halla út í eitt hornið og lokið ýmist flísalagt í stíl við gólfið eða valin rist úr ryðfríu stáli. Þetta er útfærsla sem getur komið mjög skemmtilega út og einn af valkostum til að skoða.