Skilmálar hraðsendingar Tengi
- Hraðsendingar Tengi eru einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu. Ytri mörk svæðisins eru:
- 225 – Álftanes
- 222 – Hafnarfjörður (Vellir)
- 116 – Kjalarnes
- 110 – Norðlingaholt
- Miðað er við að vörur séu komnar til viðskiptavinar innan við 90 mínútum frá því að pöntun er gerð. Taka verður tillit til að aðstæður geta myndast þannig að ekki verði hægt að standast þessa viðmiðunartímasetningu, svo sem veður, færð eða aðrar utanaðkomandi aðstæður.
- Hraðsendingar eru alltaf framkvæmdar á lyftulausum bílum þannig að stórar og þungar sendingar sem þarfnast lyftu flokkast ekki sem hraðsending
- Stærðarmörk sendinga eru miðuð við einn rúmmetra
- Pantanir sem innihalda fleiri vörunúmer er 20 er ekki hægt að flokka sem hraðsendingu
- Sendingarkostnaður er alltaf rukkaður á sömu nótu og vörurnar sem beðið er um með hraðsendingu
- Gefa verður upp nákvæmar upplýsingar um hvar skal koma með vörurnar, hver tekur við þeim og símanúmer þess sem mun taka við þeim
- Komi til þess að enginn sé til að taka við sendingunni er hún flutt til baka til Tengi og sendingarkostnaður rukkaður að fullu