Gerðu baðherbergið að unaðslegum stað til að safna dýrmætum kröftum

Við notum baðherbergi daglega til að sinna hreinlæti. En þau geta gefið okkur svo mikið meira. Þú getur skapað stað þar sem þú nýtur þess að vera. Þú nærð mikilvægri slökun og safnar dýrmætri orku fyrir dagleg verkefni.

HANSA framleiðir fallegar gæða hreinlætistæki og baðherbergisvörur svo þú getir skapað rétta umhverfið.

Hansa býður vandaðar heildarlausnir fyrir baðherbergið

Allt frá því hugmynd öðlast líf á hönnunarstigi og þar til fullkomnar sturtulausnir líta dagsins ljós þá getur þú verið viss um að hjá HANSA er allt lagt í sölurnar til að bjóða vandaðar og fallegar vörur sem þú getur treyst.

Hjá HANSA er straumum og stefnum í hönnun fylgt á hverjum tíma án þess að víkja frá ófrávíkjanlegum kröfum um gæði og áreiðanleika. Niðurstaðan eru blöndunartæki sem Íslendingar geta treyst og hafa valið aftur og aftur.

Hansa Bluebox er eitt af okkar mest seldu vörum og er innbyggði hlutin af sturtu eða/og baðtæki. Bluebox er auðvelt í uppsetningu og skorar hátt í endingu, auðveldri notkun og sveigjanleika.

Bluebox hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tæknilega vörueiginleika sína. Til dæmis fékk boxið ekki aðeins Plus X verðlaunin 2016 fyrir nýsköpun, hágæða og virkni, heldur einnig verðlaunin sem besta vara 2016/2017.

Margir möguleikar eru í boði af tækjum sem passa á Bluebox t.d. Designo, Vantis og Living og má sjá þá hérna fyrir neðan

Sjáðu hvað er í boði með að ýta á takkan hérna fyrir neðan

Previous slide
Next slide

Hansa Basic er ný hagkvæm lína frá þýska framleiðandanum Hansa.

Línan inniheldur handlaugartæki, eldhústæki, sturtu og baðtæki. Einnig er Hansa aftur komnir með innbyggð handlaugartæki sem voru mjög vinsæl í öðrum eldri línum.

Eins og í öllum blöndunartækjum hjá okkur verður hægt að fá varahluti í þessi tæki sem getur margfaldað líftíma tækjanna.

Eldhús og handlaugartækin er hægt að skoða í salnum hjá okkur á Smiðjuvegi 76 og meira af Basic línunni fer upp á næstunni

Sjáðu hvað er í boði með að ýta á takkan hérna fyrir neðan