Gólfhiti – vandaðar heildarlausnir

Gólfhiti veitir notaleg þægindi

Golfhiti er vinsæl leið til upphitunar í nútíma húsnæði. Þessa aukningu má rekja til hversu vel þessi kerfi hafa reynst við íslenskar aðstæður og þeirrar miklu þróunar sem hefur orðið á efni og búnaði sem gerir innleiðingu á gólfhita mun hagkvæmari en áður.
Það er notalegt að geta gengið á beru gólfinu og fundið þægilegan hlýleika leika um fæturna. Leitaðu til okkar og upplifðu aukin þægindi.

Hjá Tengi getur þú verið viss um að fá persónulega ráðgjöf og fyrsta flokks efni og búnað til að koma upp vandaðri gólfhitalausn.

Nýttu þér aðstoð fagmanna

Það er mikilvægt að innleiðing á gólfhitakerfi sé undir handleiðslu reyndra fagmanna og velja vönduð efni og búnað fyrir gólfhitakerfið í heild. Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að vali á efni og búnaði fyrir gólfhita og fáðu persónulega ráðgjöf hjá söluráðgjöfum okkar hjá Tengi.

Vandaðu valið – gæðin skipta máli

Þegar kemur að gólfhita þá bjóðum við hjá Tengi vandað efni og búnað í heildarlausnum. Við erum stoltir umboðsaðilar Grundfos á Íslandi sem hefur verið leiðandi fyrirtæki um allan heim þegar kemur að því að dæla vatni við mjög fjölbreyttar og krefjandi aðstæður. Vöruþróun og framleiðsla Grundfos hefur gerbreytt möguleikum á nýtingu vatns um heim allan.