Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Tengi sé eitt af framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo árið 2020. Viðurkenningin byggir á rekstri fyrirtækja 2019 ásamt fleiri atriðum eins og vera með lánshæfiseinkunn í flokki 1-3 af 10 mögulegum. Tengi er þar með bestu einkunn eða í 1. flokki.

Við erum mjög stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu sjötta árið í röð. Þessi árangur er ekki verk fárra starfsmanna, heldur allra sem vinna í fyrirtækinu.