Kæru viðskiptavinir,

 

Í ljósi hertra samkomutakmarkana vegna Covid-19 veirunnar og þeirrar smithættu sem stafar frá henni neyðumst við til að boða frekari aðgerðir innanhúss í Tengi.

Við leggjum mikla áherslu á að vernda heilsu og tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina okkar.

Fyrirtækinu hefur verið hólfaskipt þar sem gætt verður að hámarksfjölda í hverju hólfi.

 

Opnunartíma okkar verður breytt tímabundið og verður opið frá kl. 08:00 – 17:00 alla virka daga.

Á laugardögum er opið frá kl. 10:00 – 15:00.

Við höfum fylgt leiðbeiningum Almannavarna og landlæknis í hvívetna varðandi handþvott, sótthreinsun, almennt hreinlæti og umgengnisreglur.

 

Mikilvægast er að hver og einn gæti að sínu hreinlæti, það er okkar besta vörn. Þvo hendur reglulega með sápu og nota spritt.

 

Virðum fjarlægðartakmörkin og munið að við erum öll Almannavarnir !!!

 

Virðingarfyllst,

f.h. Tengi ehf

Þórir Sigurgeirsson

Framkvæmdastjóri