Baðinnréttingar

Tengi býður fallegar og vandaðar baðinnréttingar í úrvali. Bjóðum einnig upp á sérpantanir frá helstu framleiðendum.

Baðinnréttingar vaskaskápar handlaugaskápar og háir skápar spónlagðir með hnotu í baðherbergi með ljósum flísum.

Falleg hönnun sem endurspeglar gæði og glæsileika

Góð sturta er ómissandi á öllum heimilum og í sumarhúsum. Það er fátt jafn endurnærandi og notaleg sturta. Hjá Tengi færðu allt fyrir sturtuna frá nokkrum af helstu framleiðendum heims.

Baðinnréttingar í ólíkum útfærslum og fjölda stærða

Þarfir og áherslur geta verið mjög ólíkar þegar kemur að því að því að velja baðinnréttingar. Lögun og stærð baðherbergis ræður miklu um hvaða útfærslur er mögulegar og því gott að fá aðstoð fagmanna við valið. Söluráðgjafar Tengis hafa mikla reynslu og þekkingu við að finna hentugar lausnir fyrir fjölbreyttar aðstæður.

Á heimasíðu okkar eru baðinnréttingar í vönduðu úrvali með ólíkum útfærslum, efnisvali, stærðum og gerðum. En ef þú finnur ekki það sem þú leitar að á heimasíðu okkar þá bendum við á að við bjóðum einnig upp á sérpantanir frá völdum framleiðendum. 

Má bjóða þér aðstoð?

Ráðgjafar hjá Tengi eru þér innan handar við val á baðinnréttingu og allan búnað fyrir baðherbergið sem hentar þínum aðstæðum fullkomlega.

Ef innrétting og eða aukahlutirnir sem þig langar í eru ekki til þá bjóðum við upp á sérpantanir frá helstu birgum.

Við aðstoðum við valið

Með því að koma með teikningu af baðherberginu eða rýminu þar sem þú vilt setja upp baðinnréttingu þá aðstoða ráðgjafar Tengis þig við að velja réttu baðinnréttinguna með ánægju.

Sérpantaðar baðinnréttingar

Tengi býður upp á sérpantanir á baðinnréttingum. Hafðu samband eða renndu við og saman finnum við réttu baðinnréttinguna og allt fyrir baðherbergið.

Hugmyndir og innblástur