Alape vaskar á Íslandi

Alape hágæða handlaugar

Allar Alape handlaugar eru framleiddar úr stáli í hæsta gæðaflokki og með ábrenndum glerjungi sem er einstaklega sterkur og með óviðjafnanlega áferð. Hönnun Alape einkennist af heillandi formum, yfirborði sem er einstakt viðkomu og auga fyrir útfærslu smáatriða.

Glerjungurinn er ekki einungis einstaklega fallegur heldur er hann einnig af sterkur. Glerjungurinn hefur styrkleika granít en er ekki stökkur og með ótrúlegt höggþol. Höggþol skiptir verulegu máli þegar kemur að endingu á handlaugum. Flestir hafa lent í því að missa ilmvatnsglas, tappann eða aðra hluti í handlaugina sem skilja eftir sig skarð í yfirborðinu sem truflar alltaf eftir það. Þeir sem hafa samanburð og þurfa að endurnýja velja Alape án umhugsunar.

Höggþolnar handlaugar

Yfirborðið er einstaklega þétt og slétt sem gerir öll þrif afar auðveld þar sem viðloðun á yfirborði er mjög lítil. Glerjungurinn upplitast ekki og er einstaklega þolin gagnvart rispum og sliti.

Alape handlaugar eru þýsk gæða framleiðsla sem þú getur treyst.