Grundfos Take Back endurvinnur allar útslitnar hringrásardælur frá öllum framleiðendum og býður upp á auðvelda, aðgengilega og einfalda leið til að farga dælum sem ekki er hægt að nota lengur.

Endursendar dælur eru teknar í sundur í hreina hráefnishluta og endurnýtanlega parta. Allt að 98% dælnanna eru endurunnar innan fyrirtækisins (til dæmis ál) og utan (til dæmis kopar) í samstarfi við sorpvinnslufyrirtæki sem hjálpa við að tryggja rétta meðhöndlun hráefnanna.

Samanborið við hefðbundið endurvinnsluferli þar sem efni er tætt niður og aðskilið eftir þyngd, notar þessi sérstaka handvirka endurvinnsluaðferð 50% minna af vatni og losar 10% minni koltvísýring.

Annar mikilvægur þáttur í Take Back átakinu er að endurvinnsluferlið býður upp á verndaðan vinnustað fyrir fólk með skerta starfsgetu. Starfsfólkið er ráðið samkvæmt sérstökum samningum og starfar án þess að þurfa að gangast undir hefðbundnar frammistöðumælingar. Það er afar mikilvægt fyrir starfsfólkið í endurvinnsluferlinu að geta vaknað á morgnana og unnið þýðingarmikið starf sem hefur mikil áhrif á framtíð jarðarinnar.

Nánari upplýsingar um Take Back  https://www.tengi.is/grundfos-takeback/