Ný lína af IFÖ baðinnréttingum.
IFÖ býður upp á breitt úrval vandaðra og nútímalegra baðinnréttinga fyrir lítil jafnt sem stór rými. Innréttingarnar eru stílhreinar og fallegar á að líta og hægt er að fá þær í fimm mismunandi litbrigðum, það ætti því að vera auðvelt fyrir þig að finna eitthvað við þitt hæfi.


Við hönnun innréttinganna er tekið mið af rakalofti sem skapast getur inn á baðherbergjum og með því að nota rakaheldar MDF plötur, sprautaðar með UV lakki er langur líftími þeirra tryggður.


Innréttingarnar eru auðveldar í uppsetningu, þær koma samsettar og hægðarleikur einn er að festa þær upp. Nákvæmar leiðbeiningar fylgja og flestir ættu að eiga þau tól sem til þarf.


Handlaugarnar sem fylgja innréttingunum eru einnig allar frá IFÖ, allar eru þær meðhöndlaðar á sérstakan hátt með  ?IFÖ CLEAN?  aðferðinni. Sú aðferð breytir áferð postulínsins svo yfirborð handlauganna verður sléttara og því auðveldara í þrifum og endingabetra.


Hægt er að sjá nýja baðinnréttingabæklingin hér!